Þegar þú hefur skráð niður það sem þú hefur gert í heila viku sérðu svart á hvítu hvernig þú notar tímann og hvaða áhrif ýmsar athafnir hafa á líðan þína. Í framhaldi af því er auðveldara að gera áætlun um ánægjulegri viku. Nánar verður fjallað um þetta í næsta kafla. 

 

Gott ráð til að auka virkni er að gera áætlun um það sem þú telur að þú þurfir og langar til að gera. Þú getur t.d. gert áætlun fyrir vikuna og notað til þess verkefnablaðið VIKUÁÆTLUN

Með þessari aðferð tekur þú frá sérstakan tíma fyrir það sem þú vilt koma í verk eða gera í vikunni. Þetta eykur líkurnar á
afkastameira og fjölbreyttara lífi.

Ef þér finnst of mikið að hugsa um heila viku í einu getur þú tekið fyrir einn dag í einu. Þetta er ef til vill hentugri leið ef þér
finnst þú vera mjög óvirkur.


ÁÆTLUN

  VIKUÁÆTLUN hjálpar þér að:

Auka virkni – gera fleira skemmtilegt
Setja raunhæf markmið – eitt skref í einu!
Breyta neikvæðum hugsunum
Takast á við hlutina
Finna lausnir
Ekki gefast upp!!!