HUGLEIÐING

Segðu JÁ

Þegar þú meinar JÁ og vertu glaður með það.
Ekki segja JÁ ef þú meinar NEI og sérð svo eftir því.

Segðu NEI

Þegar þú meinar NEI og stattu við það.
Ekki gefast upp og segja JÁ ef þú meinar NEI.

Stattu með ákvörðun þinni. Auðvitað er allt í lagi að skipta um skoðun ef ný rök koma í málið sem þú ert sáttur við.

Listin að segja NEI

Vertu stuttorður.
Æfðu þig í að nota orðið NEI.
Notaðu líkamstjáningu í samræmi við orð.
Slepptu afsökunarorðum.
Endurtaktu neitunina þar til hún er meðtekin.

Tjáðu þig að fullu, ekki bara til hálfs

Þú skalt segja það sem þú meinar og meina það sem þú segir. Forðastu „tvöföld skilaboð“ þ.e. segja eitt ef þú meinar annað eða ætlast til þess að aðrir viti hvernig þér líður og hvað þú vilt án þess að þú segir það.

 

HUGSANALESTUR

Þú ályktar neikvætt um hvað aðrir hugsa án þess að athuga það nánar. Þú telur þá til dæmis baktala þig, líta niður á þig, eða þú ályktar að þeir hafi engan áhuga á þér, án þess að hafa raunhæfar forsendur fyrir þessum túlkunum.