Núvitund sem stundum er kölluð vakandi athygli, árvekni eða gjörhygli, hefur einnig gefist vel í að viðhalda bata. Með þessari aðferð leyfir maður neikvæðum hugsunum að líða hjá án þess að veita þeim sérstaka eftirtekt. Hugsun er bara hugsun – ekkert merkilegri en það.

 

Með núvitund er átt við að vera meðvitaður um það sem er að gerast hér og nú án þess að dæma.

 

Að vera til staðar í núinuAð vera í núínu: Vera með athyglina hér og nú á þessari stundu en ekki í fortíð eða framtíð. þarfnast bæði athygli og einbeitingar. Okkur hættir til að taka ekki eftir því sem er að gerast á því andartaki sem er að líða en vera fremur með hugann við það sem liðið er eða við eitthvað sem á eftir að gerast.

 

Allir hlutir gerast í núinu. Við getum eingöngu tekist á við vandamál okkar í núinu.

 

Sífelldur straumur af hugsunum flæðir gegnum hugann og gefur okkur litla hvíld eða innri frið. Lítið svigrúm skapast til þess að vera án þess að þurfa stöðugt að vera að gera eitthvað.

Við lendum í straumi sem verður sífellt kraftmeiri og ber okkur á staði sem við gerðum okkur ekki grein fyrir að við stefndum á. Hugleiðsla getur hjálpað okkur við að komast út úr þessum straumi, setjast á bakkann og hlusta á niðinn, læra af honum og nota orkuna til að leiðbeina okkur í stað þess að láta strauminn stjórna okkur.

Með reglulegri æfingu í hugleiðslu eykst vakandi athygli okkar. Það þýðir að við verðum meðvitaðri um það sem er að gerast innra með okkur s.s. hugsanir og líðan en líka um ytri kringumstæður og samskipti við aðra. Við það verða smám saman breytingar í huganum og við finnum fyrir meiri friðsæld. Það er mannshuganum eðlilegt að vera friðsæll, alveg eins og vatni er eðlilegt að vera lygnt. Þegar ró færist yfir hugann verður hann skýr eins og spegilslétt vatn.

Sá sem hugleiðir reglulega öðlast aukið innsæi í hugarástand sitt. Mikilvægt er að dvelja í andartakinu og taka eftir því sem gerist í huganum, hvernig þér líður og hvað þú skynjar. Hlutirnir verða einfaldari.

 

FortíðareftirsjáFortíðareftirsjá: Sjá eftir liðnum tíma. og framtíðaróttiFramtíðarótti: Ótti eða hræðsla við framtíðina. hjálpa okkur ekki við að leysa vandann í dag.

 

Við sækjumst eftir að róa hugann en ekki endilega að bæla niður eða ýta hugsunum frá. Við viljum staldra við, vera í núinu og fylgjast með því sem gerist í huga okkar. Við ætlum ekki að leggja dóm á hugsanir sem renna í gegn heldur leyfa þeim að fljóta framhjá.

Mikilvægt er að fylgjast með hvað hugurinn aðhefst og finna sér viðmiðunarpunkt til að varna því að hugurinn týnist í því áreiti sem hann verður fyrir. Þetta er kallað stuðningur. Venjulega er öndunin notuð en hljóð er einnig góður stuðningur. Þá er ekki verið að leita eftir ákveðnum hljóðum heldur er huganum beint að þeim umhverfishljóðum sem eru í kringum okkur hverju sinni án þess að leggja dóm á þau.

 

Viðurkenndu andartakið eins og það er og leyfðu þér að vera nákvæmlega eins og þú ert – án þess að dæma.

 

Þegar hugurinn fer á flug og við missum einbeitinguna þá beinum við huganum að stuðningnum, önduninni eða umhverfishljóðunum.

Að leggja áherslu á öndunina gefur okkur hvíldarstað fyrir hugann að snúa til þegar hann hefur flogið frá okkur. Öndunin gegnir því hlutverki að vera djúp og stöðug rót sem hjálpar okkur við að beisla hugannBeisla hugann: Að ná stjórn á hugsunum..

Að æfa núvitund er sérlega mikilvægt þeim sem hættir til að upplifa sterk tilfinningaleg viðbrögð. Mikilvægt er að æfa sig vel í að stilla og róa tilfinningar. Skynja líkamann og skoða hugsanir af hlutleysi án þess að bregðast við þeim.