Ef þú vilt ná tökum á tilfinningum þínum, þarft þú að geta borið kennsl á þær tilfinningar sem þú finnur fyrir frá degi til dags.

  Ekki má gleyma
jákvæðum tilfinningum
svo sem
ánægju, kímni,
gleði og ást.

Það er ekki einfalt að greina tilfinningar. Þú getur fundið fyrir síþreytu án þess að gera þér grein fyrir að þú ert í raun þunglyndur. Einnig getur verið að þér finnist þú vera taugaveiklaður og ekki í jafnvægi en ert í raun kvíðinn. Þunglyndi og kvíði, reiði, skömm og sektarkennd eru mjög algeng tilfinningaleg vandamál.

Tilfinningum fylgja bæði líkamleg einkenni og hugsanir. Til dæmis gætir þú skoðað hvaða hugsanir fara í gegnum hugann og hverju þú finnur fyrir í líkamanum þegar þú ert reiður. Margir finna fyrir spennu í líkamanum þegar þeir eru reiðir, hjartsláttur eykst, roði færist yfir andlitið og öndunin verður hraðari.

Hvernig berð þú kennsl á tilfinningar þínar?

Listinn sem hér fer á eftir sýnir mismunandi tilfinningar sem þú getur upplifað frá degi til dags. Þetta er ekki tæmandi listi og
því er möguleiki fyrir þig að bæta við hann því sem þér finnst vanta. Þessi listi hjálpar þér til þess að sundurgreina tilfinningar
þínar nákvæmar en bara í „góðar eða vondar”. Taktu eftir því að tilfinningum er venjulega lýst með einu orði og á bak við þær eru ákveðnar hugsanir og líkamsviðbrögð.

 

Listi yfir mismunandi tilfinningar

Kvíði
Ótti
Áhyggjur
Hræðsla
Óöryggi
Skelfing
Taugaveiklun
Skelkun
Angist
Streita
Óróleiki

Þunglyndi
Leiði
Söknuður
Örvænting
Sorg
Sárindi
Vonbrigði
Vonleysi
Óhamingja
Depurð
Höfnun
Vanmáttur
Minnimáttarkennd
Einmanaleiki
Hjálparleysi
Samviskubit
Sektarkennd
Skömm
Niðurlæging
Hneykslun
Eftirsjá
Iðrun
Sjálfshatur
Vanvirðing
Hatur
Reiði
Öfund
Afbrýðisemi
Vantraust
Fyrirlitning
Pirringur
Spenna
Ofsareiði
Ergelsi
Æsingur
Óánægja
Gremja
Biturð
Bræði
Ánægja
Ástúð
Kátína
Hamingja
Gleði
Ást
Von
Eftirvænting
Stolt
Æðruleysi
Hressileiki
Tilhlökkun
Góð samviska
Kímni
Værð
Léttir
Hugrekki
Öryggi

Jafnvægi
Samúð
Samkennd
Galsi
Traust
Virðing
Kærleikur
Léttleiki
Kjarkur
Feginleiki
Þakklæti

 

Þegar þú hefur lært að bera kennsl á tilfinningar þínar þá getur þú sett þér markmið til að breyta því sem þú vilt. Síðan getur þú skráð niður hvernig þér miðar. Það gerir þér líka mögulegt að velja aðferðir sem geta dregið úr styrk tiltekinna tilfinninga.

  Þindaröndun getur hjálpað þeim sem er kvíðinn til að draga úr spennu,
en hún hjálpar ekki þeim sem er þunglyndur til að draga úr depurð.

 

Ef þú átt í vandræðum með að skynja hvaða tilfinningar eru við völd, taktu þá eftir hvort þú hefur einhver líkamleg einkenni,
t.d. getur spenna í öxlum bent til þess að þú sért spenntur eða kvíðinn og drungi getur bent til þunglyndis eða vonleysis.

Önnur aðferð er að athuga hvort þú tekur eftir þrenns konar tilfinningum hjá þér yfir daginn. Ef þetta reynist erfitt, er hægt
að velja þrjár tegundir af tilfinningum af listanum og skrá niður aðstæður úr fortíðinni sem eiga við tilteknar tilfinningar.