Sambland af hrakspám og ýkjum. Þegar við metum stöðuna trúum við að það sem hefur gerst eða muni gerast sé svo hræðilegt eða óbærilegt að við munum alls ekki ráða við afleiðingarnar. Hlutirnir muni bara versna.

 

DÆMI

 

  Sigga var orðin sannfærð um að Halla þætti hún leiðinleg og
sumarbústaðarferðin yrði örugglega vonlaus. Þetta fannst henni
óbærileg tilhugsun og fór að dvelja við hugsanir eins og „Hann
á örugglega eftir að gefast upp á mér“, „Hann finnur einhverja
aðra skemmtilegri“, „Það mun enginn karlmaður líta við mér“,
„Ég enda uppi ein og vinalaus“.