Reykjalundur

 

 

Stundum túlkum við eða drögum ályktanir á hæpnum forsendum og höfum litlar heimildir eða vísbendingar. Þunglynt fólk trúir því oft að aðrir séu mjög gagnrýnir í þeirra garð. Ekkert okkar les þó hugsanir. Hvernig getur þú vitað hvað einhver annar er að hugsa? Við getum kannski haft rétt fyrir okkur, en það er varasamt að draga ályktanir í skyndi. Haltu þig við það sem þú getur verið viss um. Ef þú hefur ekki nægar vísbendingar eða heimildir til þess að gera upp hug þinn, athugaðu hvort þú getur skoðað fleiri staðreyndir áður en þú ákveður þig.

 

DÆMI

 

  Sjálfvirk neikvæð hugsun:
Maðurinn minn borðaði ekki súkkulaðikökuna sem ég bakaði
handa honum. Honum finnst matreiðslan mín hræðileg.

Skynsamlegt svar:
Allt sem ég veit með vissu er að hann borðaði ekki kökuna.
Ég veit ekki hvort honum finnst matreiðslan mín vond eða
hræðileg. Kannski var hann ekkert svangur. Ég gæti spurt hann.