Reykjalundur

 

 

Oftast er hægt að líta á aðstæður frá fleiri en einni hlið. Gengur þú út frá því að þín skoðun á hlutunum sé sú eina mögulega?
Hvernig hefðir þú brugðist við áður en þú varðst þunglyndur eða einhvern tíma þegar þér leið betur? Hvernig myndi einhver
annar sjá hlutina? Hvernig myndir þú líta á málin ef einver vinur þinn segði þér frá svipuðum aðstæðum og þeim sem valda þér vanlíðan? Væri hugsun þín jafn dökk ef einhver annar væri í sömu stöðu og þeirri sem þú ert í?

 

DÆMI

 

  Sjálfvirk neikvæð hugsun:
Þetta voru hræðileg mistök. Ég get aldrei lært að gera þetta
almennilega.

Skynsamlegt svar:
Ef ég væri ekki þunglyndur myndi ég líklega yppta öxlum og setja
þetta í reynslubankann. Ég myndi gera það sem hægt væri til að
laga mistökin og læra af þeim. Tumi gerði alveg sömu mistök um
daginn og gerði bara grín að því.