Hér á eftir koma skrefin sem þú getur tekið til þess að prófa svartsýnar hugmyndir þínar í framkvæmd.

 

SKREF

 

1. Settu fram forspáForspá: Spá fyrir um eitthvað. þína um hvað muni gerast.

 

2. Skoðaðu rökin með og á móti þessari forspá.

Hef ég einhverja sönnun? Hvað styður hana? Hvað mælir á móti? Hvað get ég lært af fyrri reynslu? Hverju mundi ég spá ef annar væri í sömu aðstöðu?

3. Gerðu áætlun um hvernig þú gengur úr skugga um hvort forspáin er rétt eða röng.

 

4. Skoðaðu niðurstöðuna og hvað þú getur lært af henni.

Hér eru tveir möguleikar fyrir hendi:

Forspáin rættist ekki þ.e.a.s. niðurstaðan leiddi í ljós að neikvæðar hugsanir þínar reyndust rangar.

Forspáin reyndist rétt. Auðvitað getur það gerst að neikvæðar hugsanir þínar reynist réttar. Ekki örvænta. Þetta eru verðmætar upplýsingar. Athugaðu hvaða hlut þú áttir sjálfur í því að spáin rættist. Getur þú komið auga á hvernig þú getur tekist á við sambærilegar aðstæður á annan hátt þannig að betur fari? Það gæti t.d. falist í því að haga sér á annan hátt til að breyta aðstæðunum. En auðvitað eru aðstæður stundum þannig að erfitt er að breyta þeim. En jafnvel í slíkum óbreytanlegum aðstæðum gæti manni liðið betur ef maður breytir hugsunum sínum og viðhorfi. Þegar þú hefur ákveðið hvað þarf að gera, getur þú búið til aðra áætlun um aðgerðir.

5. Dragðu nú lærdóm af niðurstöðum þínum.

Hvað segja niðurstöðurnar um sjálfan þig eða hvernig þunglyndi hefur áhrif á þig? Getur þú í framhaldi af þessari reynslu sett þér einhverjar almennar reglur sem hjálpa þér að takast á við svipaðar aðstæður í framtíðinni?

 

Við skulum skoða tvö dæmi til þess að þú getir áttað þig á hvernig hægt er að glíma við neikvæðan hugsunarhátt með því að láta reyna á hugmyndirnar.