Við höfum sagt að þeir sem eru þunglyndir túlki reynslu sína sjálfum sér í óhag. Hægt er að rangtúlka, misskilja eða aflaga raunveruleikann á margvíslegan hátt. Þó virðast ýmsar hugsanaskekkjur vera algengari en aðrar hjá fólki sem á við geðræn eða tilfinningaleg vandamál að stríða.
Hér á eftir koma nokkrar algengar hugsanaskekkjur:
Við sjáum og skiljum hlutina í svart/hvítu, þar sem enginn meðalvegur er til. Annað hvort eru hlutirnir algóðir eða alslæmir, frábærir eða ómögulegir. Ef við metum frammistöðu okkar ekki fullkomna, getur hún ekki verið annað en misheppnuð.
Við tökum einn atburð eða atriði sem okkur finnst í ólagi og lítum á það sem sönnun fyrir því að allt sé ómögulegt eða glatað.
Við einblínum á eitt neikvætt atriði eða eina hlið á máli þangað til það byrgir okkur sýn á heildarmyndina.
Við afskrifum jákvæða reynslu, góða frammistöðu eða hrós og finnst það „ekkert að marka“. Þannig höldum við í það neikvæða þó staðreyndirnar tali öðru máli.
Við túlkum atvik, getum í eyðurnar og drögum ályktanir á hæpnum forsendum, oftast án fullnægjandi heimilda.
Ein tegund skyndiályktana sem byggja á því sem við teljum aðra vera að hugsa og meina án þess að hafa fyrir því nokkrar handfastar heimildir.
Önnur tegund skyndiályktana þar sem við gerum ráð fyrir því að hlutirnir fari illa og látum jafnvel eins og þær hafi þegar ræst.
Við ýkjum mistök okkar og galla og gerum meira úr þýðingu þeirra en ástæða er til. Við drögum úr þýðingu æskilegra eiginleika í fari okkar og færni.
Sambland af hrakspám og ýkjum. Þegar við metum stöðuna trúum við því að það sem hefur gerst eða muni gerast sé svo hræðilegt að við munum alls ekki þola það og hlutirnir muni bara versna.
Ef mér líður eins og gíraffa, er ég þá gíraffi? |
Við ruglum saman líðan okkar sjálfra og ytri staðreyndum. Dæmi: Ef okkur líður óþægilega í samskiptum við einhvern aðila finnst okkur hann erfiður í samskiptum, ósanngjarn eða óþægilegur. Ef við höfum sektarkennd hljóta hlutirnir að vera okkur að kenna. Ef við finnum til ábyrgðartilfinningar hljótum við að bera ábyrgðina. Ef mér líður eins og aumingja er ég þá aumingi?
Við erum óraunhæf og ósanngjörn gagnvart sjálfum okkur þegar við berum okkur saman við annað fólk. Við gerum miklar kröfur til okkar um frammistöðu eða ætlumst til að við stöndum okkur jafnvel og þegar okkur líður vel og við erum í góðu formi. Oft á tíðum erum við að miða veikleika okkar við styrkleika annarra.
Sambland af óréttmætri alhæfingu, neikvæðri rörsýn og allt-eða-ekkert hugsunarhætti þar sem við skilgreinum okkur sjálf og „brennimerkjum“ vegna einstakra athafna eða ófullkomleika. Ein mistök eða jafnvel frammistaða í meðallagi gerir okkur að fíflum, bjánum, aumingjum, ónytjungum, letingjum, kærulausum o.s.frv.
Við teljum okkur ábyrg fyrir atvikum eða atburðum sem eru alls ekki á okkar valdi.
Við metum okkur sjálf og frammistöðu okkar í ljósi óraunhæfra boða og banna. Við setjum okkur reglur sem fela í sér að við eigum eða verðum skilyrðislaust að gera eða vera eitthvað og megum aldrei bregða út af reglunni.