Óákveðni og
neikvæðni
fylgjast oft að.

Ákveðni er að tjá á beinan, heiðarlegan og viðeigandi hátt hugsanir, tilfinningar, þrár og þarfir, án þess að ganga á rétt annarra.

Í samskiptumSamskipti: Tjáskipti milli fólks, bæði með orðum og líkamstjáningu. skiptir tjáningTjáning: Koma einhverju á framfæri með orðum eða líkamstjáningu. miklu máli en ennþá mikilvægara er að hlusta. Okkur hættir oft til að tala of mikið og hlusta of lítið.

Í samskiptum eru sterk tengsl á milli sjálfstrausts og ákveðniÁkveðni: Að tjá á beinan, heiðarlegan og viðeigandi hátt hugsanir, tilfinningar, þrár og þarfir.. Þegar sjálfstraustið minnkar verðum við óákveðin og óörugg og þolum illa samanburð við annað fólk. Við vantreystum okkur og vanmetum eigin getu. Eftir því sem sjálfstraustið vex, verðum við ákveðnari sem kemur m.a. fram í aukinni færni við að taka ákvarðanir, fylgja þeim eftir og standa með okkur sjálfum.