DÆMI

  „Líður þér ekki illa þegar þú ekur svona hratt?“ Það sem þú ert
raunverulega að segja er „Aktu hægar, mér líður illa“. „Heldur þú
að fólki þyki þetta ekki undarlegt?“, þú ert að segja „Mér finnst
þetta undarlegt“.

 

Ef þú notar spurningar er betra að segja Hvernig? eða Hvað? Spurningin Hvers vegna? er áleitin og krefst skýringa, sem ekki eru alltaf fyrir hendi. Í þessari spurningu getur einnig falist ásökun.

 

SJÁLFSSTYRKUR

 

Enginn hefur rétt á að lítilsvirða mig og ég læt engan telja mér trú um að ég sé lítils virði.

Ég stend á rétti mínum og læt skoðanir mínar í ljós.

Ég á auðvelt með að samgleðjast öðrum.

Mér finnst gott að fá hrós og ég kann að njóta þess.

Ég nýt þess að hrósa öðrum.

Ég hlusta vandlega á alla gagnrýni sem ég fæ því hún gæti reynst gott tækifæri til að þroskast.

Ég get gert góðlátlegt grín að mér.

Ég hef marga góða kosti sem munu gagnast mér.

Ég viðurkenni veikleika mína af því að ég veit að besta leiðin til að ná tökum á þeim er að hlæja
að þeim eða láta mér þykja vænt um þá.

Ég dæmi ekki fyrr en ég hef kynnt mér málavexti.

Það er allt í lagi að gera mistök.

Ég hef ánægju af því að kynnast fólki, sérstaklega því fólki sem er ólíkt mér.

Ég hlusta af athygli á aðra til að geta skilið þá betur.

 

SJÁLFSSTYRKUR - ÁKVEÐNI

 

Uppburðarleysi / óákveðni

  Sá sem er uppburðarlaus:
Virðir ekki eigin þarfir.
Lætur undan þegar hagsmunir rekast á.
Stendur ekki á eigin rétti.
Er í hlutverki píslarvottsins.

Skilaboðin sem þá eru send:
Ég skipti ekki máli, þú getur traðkað á mér.
Tilfinningar mínar skipta ekki máli.
Aðrir eru meira virði en ég.

Markmiðið er:
Að þóknast öðrum og hafa þá til friðs.
Að komast hjá leiðindum.

 

Sjálfsstyrkur / ákveðni

  Sá sem sýnir sjálfsstyrk:
Fer hinn gullna meðalveg milli uppburðarleysis og
yfirgangssemi.
Stendur á sínu án þess að ganga á rétt annarra.

Skilaboðin sem þá eru send:
Ég lít svona á málið en er einnig reiðubúin
að hlusta á þína hlið.

Markmiðið er:
Að halda sjálfsvirðingu sinni.
Að bæta tjáskipti.
Að taka tillit til sjálfs síns og annarra.

 

Yfirgangssemi

  Sá sem er yfirgangssamur:
Stendur á sínu hvað sem það kostar.
Gengur á rétt annarra.
Særir iðulega tilfinningar annarra.

Skilaboðin sem þá eru send:
Þetta er það sem mér finnst, mig varðar ekkert um hvað þér finnst.

Markmiðið er:
Að sýna yfirburði og hafa sitt fram hvað sem það kostar.