Einstaklingar með gott sjálfstraust hafa trú á sjálfum sér og eigin getu. Þeir búa yfir nægjanlegu öryggi til að koma skoðunum sínum og óskum á framfæri á málefnalegan hátt. Þeir þekkja sínar sterku og veiku hliðar og kunna að fara með hvort tveggja af skynsemi, sjálfum sér og öðrum til gagns.