Þú getur hvorki gert upp hið liðna né tekist á við framtíðina nema þú sért fær um að vera þú sjálfur hér og nú. Kvíði og öryggisleysi stafa oftast af hugsunum um framtíðina og margar afsakanir eiga rót sína að rekja til fortíðarinnar. Ekki falla fyrir þeim freistingum að nota afsakanir frá fortíðinni og hræðsluna við framtíðina til að flýja frá sjálfum þér og öðrum. Fortíðin er liðin og framtíðin ókomin.