Mikilvægt er að markmiðin séu:

Afmörkuð og vel skilgreind
Raunhæf
Skipt í viðráðanlega áfanga
Tímasett

 

DÆMI

 

1. Illa eða vel afmörkuð og skilgreind markmið

  Dæmi um illa afmörkuð og óljós markmið:

Ég vil gera fleira skemmtilegt.
Ég vil vera góður starfskraftur.

Hvers vegna eru þessi markmið ekki nógu góð?

Vegna þess að þau eru almenn. Ef markmið eru almenn er erfitt að átta sig á
hvert var stefnt og sjá hvort markmið hafi náðst.

 

  Markmiðið er
að draga úr neikvæðum
hugsunum
og auka virkni.

Almenn markmið eru óljós og háð túlkun og líðan. Sé litið á fyrra markmiðið „Ég vil gera fleira skemmtilegt“, má spyrja: „Hvað vekur ánægju? Hversu ánægjulegt þarf það að vera? Hvað merkir fleira?“ Slíkar spurningar vakna þegar markmið eru óljós og almenn.

Forðist að hafa markmiðin háð túlkun og mati.

  Dæmi um vel afmörkuð og vel skilgreind markmið:

Ég ætla að lesa eitthvað skemmtilegt á hverjum degi.
Ég ætla að mæta á réttum tíma í vinnuna.

Þessi markmið eru vel skilgreind vegna þess að auðvelt er að meta hvort markmið hafi náðst eða ekki.

 

DÆMI

 

2. Óraunhæf eða raunhæf markmið

  Dæmi um óraunhæf markmið:

Ég ætla að fjölga ánægjulegum atburðum úr 2 í 10 á viku.
Ég ætla að mæta alltaf á réttum tíma.

Hvers vegna eru þessi markmið ekki góð?

Þessi markmið eru afmörkuð en óraunhæf og gera of miklar kröfur. Raunsæ
markmið gera ráð fyrir að tekin séu lítil viðráðanleg skref.

 

  Dæmi um raunhæf markmið:

Ég stefni að því að gera eitthvað þrennt skemmtilegt a.m.k. einn dag í þessari viku.
Ég stefni að því að mæta á réttum tíma a.m.k. 3 daga í viku.

Þessi markmið eru bæði vel skilgreind og viðráðanleg. Með því að gera
stundaskrá stuðlum við enn frekar að því að markmið verði viðráðanleg.

 

DÆMI

 

3. Viðráðanlegir áfangar

 

Ef markmiðið er að ganga á Hvannadalshnjúk næsta sumar er skynsamlegt að byrja með viðráðanlegum áföngum.

  Dæmi um óviðráðanlegt markmið:

Ég ætla að ganga á Esjuna fjórum sinnum í viku þó ég hafi lítið hreyft mig
undanfarin 5 ár.

Dæmi um viðráðanlegt markmið:

Ég ætla að fara í klukkutíma göngutúr fjórum sinnum í vikunæstu vikurnar.

 

 

DÆMI

 

4. Óraunhæf eða raunhæf markmið

 

Ef markmiðið er að komast í fulla vinnu eftir langt veikindatímabil getur verið skynsamlegt að byrja rólega.

  Dæmi um óraunhæft markmið:

Ég ætla að byrja strax í fullri vinnu.

Dæmi um raunhæft markmið:

Ég ætla að byrja í hálfu starfi og sjá hvernig það gengur.