Guð - gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. |
Þegar þú velur leið er gott að hafa í huga hluti eins og tíma, peninga, hæfileika, aðstæður, hvernig þú ætlar að fara að þessu, hvaða vandamál gætu komið upp, hvernig þú ætlar að takast á við þau og hvort þú þarft að æfa þig á einhverju fyrst.
Þegar þú ert búinn að vega og meta kosti og galla er komið að því að velja eina leið eða lausn. Sú lausn sem þú velur sérð þú sem góðan valkost miðað við stöðuna í dag og þær forsendur sem þú hefur núna.
Nú ertu búinn að velja leið og þá er næsta skref að koma henni í framkvæmd. Ef það er erfitt getur verið gott að gera áætlun um hvernig þú ætlar að fara þessa leið.