Mikilvægt er að velta fyrir sér hverju við getum og viljum breyta í aðstæðum okkar, hugsun eða hegðun. Okkur líður betur ef við tökumst á við hlutina, skilgreinum vandann og finnum leiðir til að leysa hann.

Hvert er vandamálið?

Fyrsta skrefið er að gefa sér tíma til að fara yfir málin og finna út hvað er að? Hverju vil eða þarf ég að breyta? Hvernig myndi mér líða ef hlutirnir væru öðurvísi?

Næsta skref er síðan að ákveða hvert ég vil fara.

Hvert er markmið mitt? Hvað vil ég?