Þegar þú ert kominn með nokkrar mögulegar leiðir er næsta skref að skoða kosti og galla hverrar fyrir sig. Hvað er jákvætt við að velja þessa ákveðnu leið og hvað er neikvætt?

Veltu fyrir þér afleiðingunum bæði til skemmri og lengri tíma. Hvaða áhrif hefur sú leið sem þú velur fyrir þig og fyrir aðra?

Kosti og galla þarf að vega og meta út frá því hvaða þýðingu þeir hafa fyrir þig.

Það geta verið margir gallar á tiltekinni lausn en einn mjög mikilvægur kostur sem vegur þyngst.