Einnig er gott að að tengja saman aðstæður og líðan til að reyna að átta sig á hvaða hugsanir fara í gegnum hugann. Til dæmis ef þú finnur oft fyrir leiða, þá getur þú byrjað á að skoða í hvaða aðstæðum þú finnur mest fyrir þessari tilfinningu og reynt að
átta þig á hvað fór í gegnum hugann, rétt áður en þú fannst fyrir leiðanum.
Hægt er að finna út aðstæður með því að svara eftirfarandi spurningum:
Spurningar
Hvar var ég? Með hverjum var ég? Hvað var ég að gera? Hvað gerðist? |
Það má notast við þá þumalfingursreglu að þú getur lýst tilfinningum með einu orði. Ef þú þarft að nota fleiri orð þá getur þú verið að lýsa hugsun. Hugsanir geta verið orð, myndir eða minningar sem fara gegnum hugann. Það er mikilvægt fyrir þig að geta greint á milli hugsana, tilfinninga og aðstæðna til að auðvelda breytingar.