Í hvert sinn sem þér líður illa eða þú finnur fyrir neikvæðum tilfinningum, þá er einhver hugsun sem kemur á undan.

 

Hugsanir - Tilfinningar

 

DÆMI

 

Þú hittir kunningja þinn og spjallar við hann. Hann horfir yfir öxlina á þér þegar þú talar við hann og þú nærð aldrei augnsambandi. Eftirfarandi hugsanir gætu komið upp í hugann:

1. Hugsun:

Hann er dónalegur, þetta er móðgun!

  Hvaða tilfinningu er líklegt að þú finnir fyrir?

Pirringi     óöryggi     meðaumkun

(Líklegt svar: pirringur)

 

2. Hugsun:

Hann hefur engan áhuga á mér, honum finnst ég leiðinlegur.

  Hvaða tilfinningu er líklegt að þú finnir fyrir?

Pirringi     óöryggi     meðaumkun

(Líklegt svar: óöryggi)

 

3. Hugsun:

Hann er feiminn, honum líður illa.

  Hvaða tilfinningu er líklegt að þú finnir fyrir?

Pirringi     óöryggi     meðaumkun

(Líklegt svar: meðaumkun)