Tilfinningar eru ekki hættulegar. Okkur finnst kannski að að við séum að ,,deyja“ úr kvíða eða skömm eða að ,,springa“ úr reiði en þessar tilfinningar líða alltaf hjá, stundum á nokkrum sekúndum en það getur líka tekið nokkrar mínútur eða jafnvel klukkustundir.

Tilfinning - Tími

Hugsanir og tilfinningar

Tilfinningar Hugsanir sem geta leitt til þessara tilfinninga:
Leiði eða depurð Hugsanir um missi, höfnun, lát ástvinar, atvinnumissi eða þegar þér mistekst að ná persónulegu takmarki þínu.
Sektarkennd eða skömm Þegar þú heldur að þú hafir sært einhvern, eða finnst að þér hafi mistekist að standa við þær kröfur sem þú gerir til þín. Sektarkennd stafar af sjálfsgagnrýni en skömm tengist óttanum við að þú verðir þér til skammar þegar aðrir komast að því hvað þú gerðir.
Reiði, pirringur, ergelsi eða gremja Þér finnst að einhver komi illa fram við þig, sé ósanngjarn eða sé að notfæra sér þig. „Hann hefði átt að mæta tímanlega“, eða „Hvers vegna hægir umferðin alltaf á sér þegar ég er að flýta mér?“
Vonbrigði Lífið stendur ekki undir væntingum. Þú krefst þess að hlutirnir séu öðruvísi. „Ég hefði ekki átt að gera þessi mistök.“
Leiði eða depurð, kvíði, áhyggjur, hræðsla, taugaveiklun eða ofsahræðsla Ótti við að þú sért í hættu því þú heldur að eitthvað slæmt eigi eftir að koma fyrir. „Hvað ef flugvélin hrapar?“ „Hvað ef hugurinn tæmist þegar ég á að halda ræðuna fyrir framan allt þetta fólk?“ „Hvað ef þessi brjóstverkur er upphafið að hjartaáfalli?“
Minnimáttar- eða vanmáttarkennd Þú berð þig saman við aðra og dregur þá ályktun að þú sért ekki eins góður og aðrir vegna þess að þér finnst þú ekki vera nógu hæfileikaríkur, aðlaðandi, myndarlegur eða gáfaður. „Hann hefur virkilega það sem til þarf.“ „Allar konur heillast af honum.“ „Ég er bara meðalmaður.“ „Það er ekkert sérstakt við mig“.
Einmanaleiki Þú segir við sjálfan þig að þú hljótir að vera óhamingjusamur. Þú ert einn og þú færð ekki nægilega ást og athygli frá öðrum.
Vonleysi eða kjarkleysi Þú ert sannfærður um að vandamálin leysist ekki og að hlutirnir lagist aldrei. Dæmi: „Ég mun aldrei ná mér upp úr þessu þunglyndi“, „Ég get bara ekki grennt mig og haldið mér þannig“, „Ég mun aldrei finna almennilegt starf,“, „Ég verð alltaf einn.“
Sorg Þú hefur misst ástvin, atvinnu eða heilsu. Þú upplifir að þú hafir misst fyrri færni og getu. Dæmi: „Ég verð aldrei samur aftur“, „Ég verð alltaf einmanna“, „Það vill mig enginn í vinnu“.. „Mér batnar aldrei“.

 

 

SAMANTEKT

 

  Sterk tilfinningaleg viðbrögð benda til þess að eitthvað mikilvægt sé að gerast í lífi þínu.

Auðvelt er að lýsa tilfinningum í einu orði og þeim fylgja ákveðin líkamleg viðbrögð og hugsanir.

Með því að læra að þekkja tilfinningaleg viðbrögð þín, getur það auðveldað þér að setja þér ákveðin markmið.

Mikilvægt er að geta greint á milli aðstæðna, tilfinninga og hugsana.

Með því að flokka tilfinningar er auðveldara að meta styrk þeirra og hvernig þær sveiflast.

Ákveðnar hugsanir leiða til ákveðinna tilfinninga.

Tilfinningar eru ekki hættulegar, þær líða hjá.