Það er nauðsynlegt fyrir þig að taka eftir hugsunum þínum. Þú þarft að geta greint hvort þær eigi við rök að styðjast og hvort
þær eru hjálplegar eða ekki miðað við aðstæður hverju sinni. Þannig hefur þú áhrif á tilfinningar þínar og hegðun.

 

DÆMI

 

Aðstæður eins og atvinnumissir getur haft mismunandi áhrif á líðan þína allt eftir því hvernig þú túlkar atburðinn.

Hugsanir Tilfinningar
1. Ég er misheppnaður. 1. Depurð, sorg.
2. Þeir hafa engan rétt til að reka mig.
Þetta er óforskammað.
2. Reiði.
3. Mér líkar þetta ekki, en nú er tækifæri fyrir mig
að breyta til og leita að vinnu sem hentar mér.
3. Jákvæð spenna,
eftirvænting.