Samanburður við annað fólk getur verið óraunhæfur og þar með ósanngjarn. Einnig þegar við miðum frammistöðu okkar við ýtrustu kröfur um fullkomnun eða ætlumst til að við stöndum okkur alltaf jafnvel og þegar við erum í okkar besta formi. Á sama hátt verður samanburður ósanngjarn þegar við miðum veikleika okkar við styrkleika annarra.

 

DÆMI

 

  Halli og Sigga höfðu búið saman í nokkur ár. Þegar Sigga
undirbjó rómantískan kvöldverð miðaði hún við þá tíma þegar
hún og Halli voru í tilhugalífinu. Þá voru þau mjög upptekin hvort
af öðru. Siggu fannst Halli alltaf taka eftir sér og í minningunni er
ljómi yfir þeim tíma.