Ef mér líður
eins og gíraffa,
er ég þá gíraffi?

Við ruglum saman staðreyndum og hvernig okkur líður. Ef okkur líður óþægilega í samskiptum við einhvern, er niðurstaða okkar að hann sé ósanngjarn við okkur og erfiður í samskiptum. Ef við höfum sektarkennd, hljóta hlutirnir að vera okkur að kenna. Ef við finnum til ábyrgðartilfinningar, hljótum við að bera ábyrgðina. Ef okkur líður eins og okkur hafi mistekist, hlýtur okkur að hafa mistekist.

 

DÆMI

 

  Siggu fannst eins og Halli væri búinn að hafna sér. Henni fannst
hann ekki vera jafn hrifinn af sér og áður. Hún var döpur vegna
þess. Staðreyndirnar voru aðrar: Halli var glaður yfir veislunni,
hann tók eftir hárinu, hann spurði hvort hún vildi fara út á lífið.
Þetta voru allt viðurkenningar. En Siggu leið öðruvísi enda
sannfærð um annað.