Þegar við blöndum saman óréttmætri alhæfingu, neikvæðri rörsýn og allt-eða-ekkert hugsunarhætti þar sem við skilgreinum okkur sjálf og brennimerkjum vegna einstakra athafna eða ófullkomleika þá erum við farin að uppnefna okkur. Ein mistök eða jafnvel frammistaða í meðallagi gerir okkur að fíflum, bjánum, aumingjum, ónytjungum, letingjum, kærulausum o.s.frv.
DÆMI
Morguninn eftir áttaði Sigga sig á því að hún hafði gert of mikið úr hlutunum. Kvöldið var alls ekki misheppnað. Þá hugsaði hún: „Ég hlýt að vera fýlupoki.“ Siggu fannst hún alltaf vera að klúðra hlutunum og hugsaði: „Ég er algjör hálfviti“. |