Reykjalundur

 

 

Þunglynt fólk kennir sjálfu sér oft um andlegt ástand sitt. Þá er þunglyndið kallað alls konar nöfnum eins og skortur á viljastyrk, leti, veikleiki eða veiklyndi, aumingjaskapur o.s.frv. Þá finnst fólki að það ætti að taka sig saman í andlitinu og hætta að vera svona aumkunarvert. Þegar í ljós kemur að ómögulegt er að „hrista af sér“ þunglyndið verður fólk gjarnan harkalega gagnrýnið í eigin garð. Staðreyndin er aftur á móti sú að þunglyndi er býsna útbreiddur sjúkdómur. Vísindamenn hafa rannsakað þunglyndi áratugum saman og eru ekki enn vissir um hvað veldur því. Þunglyndi er í raun og sannleika erfitt viðfangs. Það hefur enga þýðingu að kenna sjálfum okkur um.

 

DÆMI

 

  Sjálfvirk neikvæð hugsun:
Ég hlýt að vera algjör bjáni að hugsa svona neikvætt.

Skynsamlegt svar:
Bjánagangur er ein möguleg ástæða. En þegar ég lít á sjálfan
mig í heild þá eru engar vísbendingar um að ég sé alger bjáni.
Ég hef þessar hugsanir vegna þess að ég er þunglyndur. Það
er ekki mér að kenna og ég geri það sem ég get til að ráða bót
á því. Um leið og mér líður betur kem ég til með að hugsa á
annan hátt.