Reykjalundur

 

 

Sú staðreynd að þú hefur hugsað eða hegðað þér á vissan hátt í fortíðinni þýðir ekki óhjákvæmilega að þú hugsir og hegðir þér á sama hátt í framtíðinni. Ef þú leggur meira upp úr því að spá fyrir um framtíðina en að gera hlutina öðru vísi og athuga hvað það hefur í för með sér, ertu einfaldlega að girða fyrir breytingar. Breytingar geta vissulega verið erfiðar, en þær eru sjaldnast ómögulegar.

 

DÆMI

 

  Sjálfvirk neikvæð hugsun:
Ég get aldrei staðið á rétti mínum. Ég hef aldrei gert það og
mun aldrei geta það.

Skynsamlegt svar:
Að ég hafi ekki staðið á rétti mínum þýðir ekki að ég muni
aldrei gera það. Ef ég stend á rétti mínum mun mér líða
óþægilega fyrst. En ef ég held það út verður það auðveldara.
Annað fólk mun líka bera meiri virðingu fyrir mér. Og ég mun
virða sjálfan mig. Enginn ber virðingu fyrir dyramottum, það er
bara gengið á þeim.