Í framhaldinu skoðaði Sigga atburð sem kallaði fram sterkar tilfinningar og spurði sig eftirfarandi spurninga:

a) Hvernig líður mér þegar þetta gerist eða ég lendi í þessum aðstæðum?

b) Hvernig sé ég sjálfa mig þegar mér líður svona?

c) Hvernig kemur annað fólk mér fyrir sjónir þegar mér líður svona?

d) Hvaða augum lít ég á lífið?

 

DÆMI

 

  Hún lauk síðan við eftirfarandi setningar:
Ég er ................................. Fólk er .........................
Heimurinn er ................... Líf mitt er .....................

Viðhorf Siggu reyndist vera:
Ég er einskis virði
Fólk er búið að fá nóg af mér
Heimurinn er ógnvekjandi
Líf mitt er ömurlegt

 

GAMLA KJARNAVIÐHORFIÐ

Staðan hjá Siggu í dag

Ég er
Ég er einskis virði.

Pila  Fólk er
Kröfuhart.
Gagnrýnið.
 Pila Lífið og tilveran er
Ógnvekjandi.

Pila
Lífsreglur
Ef ég er nógu dugleg þá líkar fólki við mig.
Ég verð alltaf að standa mig.
Pila
Aðferðir eða leiðir til að lifa með kjarnaviðhorfinu og lífsreglunum
Reyni að þóknast öðrum.
Les í svipbrigði annarra.
Pila
Tilfinningar
Kvíði, spenna, depurð.

 

NÝJA KJARNAVIÐHORFIÐ

Ný viðhorf til að stefna að - dæmi frá Siggu

Ég er
Mikils virði.
Dugleg.
Pila Fólk er
Sanngjart.
Pila Lífið og tilveran er
Björt.
Pila
Nýjar hjálplegar lífsreglur
Það er mannlegt að gera mistök. Enginn er fullkominn.
Fólki líkar við mig eins og ég er.
Pila
Nýjar aðferðir eða leiðir til að styrkja kjarnaviðhorfið og lífsreglurnar
Geri mitt besta. Klára verkefni þó þau séu ekki 100%.
Tek mig ekki of alvarlega. Spyr frekar en að lesa hugsanir.
Pila
Tilfinningar
Sjálfsöryggi.
Gleði.

 

VERKEFNIBlýantur

 

Verkefnin er yfirleitt hægt að fylla út og prenta, en EKKI að vista.
Til að vista útfyllt eyðublöð þarf að vera með nýjustu útgáfu af Foxit Reader.

 

PDF Kjarnaviðhorf

PDF Gömul kjarnaviðhorf

PDF Gömul kjarnaviðhorf, rök á móti

PDF Reynsla, sem styður ný kjarnaviðhorf

PDF Ný kjarnaviðhorf