KjarnaviðhorfKjarnaviðhorf: Viðhorf eða grunntrú sem við höfum til okkar sjálfra, annarra og lífsins í heild. og lífsreglurLífsreglur: Hugmyndir, kröfur eða reglur um hvernig við eða aðrir „eigum“ að vera. myndast yfirleitt í frumbernsku. Sem börn lærum við í gegnum reynslu og reynslan stjórnar síðan hegðun og viðhorfum okkar. Viðhorf barns til hunda getur t.d. verið ,,hundar eru góðir” eða ,,hundar bíta” sem byggist á reynslu þess. Börn læra einnig reglur af fullorðnum í umhverfinu eins og ,,stórir strákar gráta ekki“ ,,ofninn er heitur” o.s.frv. Þessar reglur eða viðhorf þurfa ekki endilega að vera rétt en lítið barn hefur ekki getu til að hugsa rökrétt. Síðar á lífsleiðinni þroskum við með okkur reglur og viðhorf sem eru sveigjanlegri og gerum okkur grein fyrir að sama hegðunin á ekki alltaf við heldur fer það eftir aðstæðum. Samt sem áður fylgja sum viðhorf og reglur okkur í gegnum lífið ekki síst ef þau hafa komið í kjölfar áfalla. Þar sem þessi kjarnaviðhorf hafa hjálpað okkur til að skynja heiminn á unga aldri dettur okkur jafnvel ekki í hug að endurmeta þau í ljósi reynslu fullorðinsáranna. Því framkvæmum við, hugsum og skynjum eins og þessi viðhorf séu fullkomlega rétt þó við séum orðin fullorðin.

Sjálfvirkar neikvæðar hugsanirSjálfvirkar neikvæðar hugsanir: Óboðnar, óæskilegar hugsanir sem hafa neikvæð áhrif á líðan. endurspegla oft dýpri og fastmótaðri viðhorf

 

DÆMI

Kjarnaviðhorf
PilaÉg er einskis virði.
PilaLífsreglur
Ef ég stend mig ekki þá verður mér hafnað.
Ef ég geri hlutina ekki hundrað prósent hefur mér mistekist.
Pila


Sefur af sér
leikfimitíma og
Halli kvartar
við hana.
Pila  Sjálfvirkar
hugsanir

Ég verð örugglega
látin fara.
Ég á ekki skilið að
vera hér.
Hann hefur engan
áhuga á mér.
Pila Döpur og
leið.

 

VERKEFNIBlýantur

 

Verkefnin er yfirleitt hægt að fylla út og prenta, en EKKI að vista.
Til að vista útfyllt eyðublöð þarf að vera með nýjustu útgáfu af Foxit Reader.

 

PDF Dæmi frá Siggu