Kjarnaviðhorf eru þau viðhorf sem við höfum til okkar sjálfra, annarra og lífsins í heild. Þau byggjast á fyrri reynslu og stýra því að hverju athygli okkar beinist, hvernig við metum og túlkum upplýsingar úr umhverfinu og tengjum þær við annað í minni okkar. Í raun má líkja kjarnaviðhorfum við forrit í tölvu. Oft á tíðum eru þau ómeðvituð og við efumst ekki um sannleiksgildi þeirra: ,,Ég er bara svona”.

KjarnaviðhorfKjarnaviðhorf: Viðhorf eða grunntrú sem við höfum til okkar sjálfra, annarra og lífsins í heild. hjá þunglyndum stjórna því að þeir veita neikvæðum hlutum frekar athygli en jákvæðum. Innihald þessara kjarnaviðhorfa getur verið með ýmsu móti og beinist gjarnan að okkur sjálfum.

Kjarnaviðhorfum er yfirleitt skipt í tvo flokka, annars vegar þau sem tengjast hjálparleysi eins og ,,ég hef engin áhrif“ eða ,,ég er misheppnaður“ og hins vegar þau sem tengjast verðleika eins og t.d. ,,ég er óaðlaðandi“ ,,engum líkar við mig“ eða ,,ég er einskis virði.“

Vandinn er að viðkomandi trúir þessum viðhorfum sem síðan leiðir til andlegrar vanlíðunar. Þar sem kjarnaviðhorf eru  rótgróin í huga okkar getur tekið lengri tíma að breyta þeim en sjálfvirkum neikvæðum hugsunum.