Til þess að lifa með þessum neikvæðu kjarnaviðhorfumKjarnaviðhorf: Viðhorf eða grunntrú sem við höfum til okkar sjálfra, annarra og lífsins í heild. setur fólk sér síðan lífsreglurLífsreglur: Hugmyndir, kröfur eða reglur um hvernig við eða aðrir „eigum“ að vera. sem fela í sér kröfur eða reglur um það hvernig það og aðrir eigi að vera.

Þannig stýra lífsreglurnar hegðun og væntingum viðkomandi einstaklings þó þær séu oft ómeðvitaðar.

 

HUGLEIÐING

 

  Hafa ber í huga að lífsreglur geta verið hjálplegar og oft á tíðum
nauðsynlegar, t.d. það á að stoppa á rauðu ljósi eða það má ekki
valda öðrum skaða
.

Aftur á móti eru lífsreglur sem grundvallast á neikvæðum kjarnaviðhorfum
yfirleitt mjög stífar og ósveigjanlegar. Þær eru oftast svart/hvítar og
einkennast af setningum sem byrja á:
Ég verð að...
Ég á að...
Ég má ekki...

Þær eru líka oft tengdar ákveðnum skilyrðum:
Ef... þá...

Dæmi: Ef ég geri hlutina ekki 100% þá er jafngott að gera þá alls ekki.