Æfingin skapar
meistarann!

Nú höfum við skoðað kjarnaviðhorfKjarnaviðhorf: Viðhorf eða grunntrú sem við höfum til okkar sjálfra, annarra og lífsins í heild. og lífsreglurLífsreglur: Hugmyndir, kröfur eða reglur um hvernig við eða aðrir „eigum“ að vera. og hvernig þau verða til. Einnig höfum við skoðað dæmi frá Siggu og hvernig hún vann með þau.

Hér á eftir koma verkefnablöð sem hjálpa þér að finna lífsreglur þínar og kjarnaviðhorf. Ef til vill ertu þegar búinn að átta þig á þeim í gegnum vinnuna með sjálfvirkar neikvæðar hugsanirSjálfvirkar neikvæðar hugsanir: Óboðnar, óæskilegar hugsanir sem hafa neikvæð áhrif á líðan. eða þegar þú skoðaðir helstu hugsanaskekkjur og bjaganir.

Gott er að skrá hversu trúanlegt gamla kjarnaviðhorfið er á kvarðanum 0% – 100% og hvaða rök mæla á móti því. Hvaða hegðun eða aðferðir notaðir þú til að styrkja það og hvernig leið þér?

Þegar þú hefur borið kennsl á helstu lífsreglur þínar og kjarnaviðhorf er næsta skref að finna ný sem eru sveigjanlegri og hjálplegri. Þú skráir líka hvaða aðferðir og hegðun styrkja nýja kjarnaviðhorfið þitt og í framhaldinu hvernig þér líður. Hafðu hugfast að það tekur tíma að festa nýtt kjarnaviðhorf í sessi.

Til að fá betri yfirsýn yfir vandamál sem þú ert að glíma við og leiðir sem þú getur notað til að takast á við þau getur verið gott að nota eyðublaðið KORTLAGNING OG MARKMIÐ. Það getur hjálpað þér að setja vandamál þín í samhengi við annað sem gerst hefur í lífi þínu og átta þig á hvernig það tengist kjarnaviðhorfum þínum og lífsreglum. Einnig færðu betri yfirsýn yfir þá vítahringi sem eru í gangi. Þegar þú setur þér markmið og velur leiðir til að takast á við vandamálin er einnig gott að hafa í huga styrkleika þína.