Reykjalundur

 

Námskeið

Námskeið fyrir fagfólk - "Hjálp til sjálfshjálpar"

Starfsfólk geðheilsusviðs Reykjalundar mun halda eins dags námskeið fyrir fagfólk. Farið verður í þær aðferðir sem hafa reynst vel sem fyrsti kostur til sjálfshjálpar við vægu og meðaldjúpu þunglyndi og kvíða.

Ýmsir fagaðilar s.s. í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu, geta nýtt innihald bókarinnar til að styðja einstaklinga til sjálfshjálpar.

Aðallega er unnið með virkni og neikvæðar hugsanir. Auk þess nýtist þessi nálgun til að setja markmið, vinna með ýmsan vanda, koma á reglu og jafnvægi í daglegu lífi s.s. á svefn, næringu og hreyfingu. Þessir þættir skipta allir verulegu máli fyrir almenna líðan, til að fyrirbyggja geðrænan vanda  og viðhalda bata.

Bókin getur nýst sem tæki til sjálfshjálpar með eða án stuðnings fagaðila, en líka sem meðferðarhandbók með sérhæfðum meðferðaraðila. Vefútgáfan er hugsuð til að auka aðgengi að bókinni en þar má nálgast textann og verkefnin, bæði á ritformi og hljóðskrám, sem hlaða má niður.  Hægt er að stækka letrið og setja inn litaðan bakgrunn.


Dagskrá

09.00 - 09.15 Kynning á HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð
09.15 - 10.00 Hugræn atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða - Notkun HAM handbókar Reykjalundar
10.00 - 10.15 Morgunhressing
10.15 - 11.00 Virkni og hreyfing (virknitafla)
11.00 - 12.15 Hugsanir og líðan (fimm þátta líkanið)
12.15 - 13.00 Hádegishlé
13.00 - 14.15 Að breyta neikvæðum hugsunarhætti (hugsanaskrá)
14.15 - 14.45 Bakslagsvarnir
14.45 - 15.00 Umræður


Ummæli þátttakenda á námskeiðinu

  • Efnið áhugavert, góð dæmi og kynning lifandi sett fram.
  • Fengum að taka  þátt í umræðum, ekki bara fyrirlesarar/ virkni þátttakenda.
  • Gott flæði milli fyrirlesara og afslappað. Góð tök á efninu.
  • Hagnýtt í vinnu með  skjólstæðingum.
  • Mjög áhugavert og stórkostleg gjöf til þjóðarinnar á tímum þrengingar. Spurning hvort ekki eigi að fara með þetta í leikskóla, skóla og til aldraðra.
  • Nýtist mér í mínu starfi sem námsráðgjafi.
  • Vel tengt við algengar daglegar aðstæður- skemmtileg dæmi og raunhæf.
  • Gott efni og skýrt- bæði fyrir notendur og  fagfólk.
  • Fyrirlesarar vel að sér og áhugasamir um efnið. Reynsluboltar.
  • Mjög áhugavert námskeið um áhugaverða sjálfshjálparbók.
  • Góðir fyrirlesarar. Gott innihald námskeiða og frábær kennslugögn.
  • Einföld og góð framsetning.
  • Persónuleg og afslappað andrúmsloft. Aðgengilegt efni.
  • Góð og lífleg kennsla og góð kennslugögn.
  • Frábært framtak, gott efni sem margir geta nýtt sér.