VEFURINN ER OPINN ÖLLUM
HAM er meðferðar- og sjálfshjálparhandbók, skrifuð með það fyrir augum að hún nýtist sem leiðarvísir í meðferð við þunglyndi. Hún hefur einnig verið höfð til hliðsjónar við meðferð kvíða og annarra geðraskana og hefur þá verið aðlöguð að þörfum hvers og eins.
Þær aðferðir sem hér eru kenndar hafa reynst hjálplegar við þunglyndi. Í meðaldjúpu og vægu þunglyndi getur sálræn meðferð ein og sér gagnast vel. Ekkert mælir þó á móti lyfjameðferð samhliða hugrænni atferlismeðferð.
Allt efni á vefnum er þér aðgengilegt án kostnaðar.
Smelltu á bókina hér til vinstri, eða á „Meðferðarhandbók“ efst í valmyndinni til að opna tólf kafla bókarinnar.
Í lok hvers kafla finnur þú verkefnablöð, og með einum smelli getur þú hlustað á kaflann í spilaranum efst á hverri síðu. Að auki er hægt að hlaða niður allri bókinni í einni hljóðskrá (MP3), sem er aðgengileg eftir 12. kaflann.
BÆKURNAR Í PAPPÍRSÚTGÁFU
Bækurnar eru einnig fáanlegar í pappírsútgáfu á göngudeild Reykjalundar, í Bóksölu stúdenta HÍ og hjá Pennanum Eymundsson
Hægt er að panta bókina beint í vefverslun og kostar handbókin kr. 6.563 og verkefnaheftið kr. 2.981 en Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Guðrún Bergmann (585-2000 ) taka einnig á móti pöntunum frá fyrirtækjum og stofnunum og veita upplýsingar um magnafslátt.