VEFURINN ER OPINN ÖLLUM

 

Þú getur notað allt efni vefsins þér að kostnaðarlausu. Smelltu á flipann hér fyrir ofan sem heitir Meðferðarhandbók en þar er hægt að opna alla tólf kafla bókarinnar. Verkefnablöðin eru í lok hvers kafla og hægt er að hlusta á hvern kafla fyrir sig með því að smella á takkann Láttu lesa fyrir þig. Einnig getur þú hlaðið niður allri bókinni með einni hljóðskrá (MP3) sem er staðsett eftir 12. kaflann.

 

BÓKSALA

 

Bækurnar eru m.a. seldar á göngudeild Reykjalundar, í Bóksölu stúdenta HÍ og bókabúðum Eymundsson. Hægt er að panta bókina beint í vefverslun og kostar handbókin kr. 5.500 og verkefnaheftið kr. 2.500 en Halldóra Árnadóttir (sími 585 2142) og Una Lilja Eiríksdóttir (sími 585 2145) taka einnig á móti pöntunum frá fyrirtækjum og stofnunum og veita upplýsingar um magnafslátt.

 

VERÐLAUN

 

Geðsviðið fékk afhent hvatningarverðlaun Forvarna- og fræðslusjóðsins ÞÚ GETUR á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum 10. okt. 2011 fyrir útgáfu HAM-meðferðarhandbókar um hugræna atferlismeðferð bæði í bókarformi og á veraldarvefnum. Formaður sjóðsins Ólafur Þór Ævarsson lét eftirfarandi orð falla um þá sem fengu hvatningarverðlaun í þetta sinn: „Þessir aðilar eru að vinna að úrbótum, aukinni sérhæfingu og eflingu faglegra vinnubragða í skipulagi og veitingu geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þau eru framúrskarandi hvert á sínu sviði hérlendis.“

 

UMMÆLI

 

"Mig langar að undirstrika hvað ég er ánægð með þetta og þakka ykkur innilega fyrir frábært framtak. Þetta er eitthvað sem ég hef vonað að gæti verið til í langan tíma og núna er það orðið að veruleika. Þið eruð frábærar!! Það er ótrúlega flott líka hvernig þetta er sett upp! Með hljóðskrám og stækkanlegu letri og allt! Það er eiginlega að koma betur inn hvað þetta er í rauninni stórkostlegt núna ;) Ég er viss um að þetta eigi eftir að bjarga mörgum lífum og bæta mörg svo um munar. Þetta er svona eitthvað sem er svo frábært að maður áttar sig ekki á að það sé raunverulegt alveg strax. hehe.
TAKK og aftur, til hamingju!!"

Andrea

 

"Ég tel að hér sé um stórmerkt framtak að ræða og góða gjöf til íslensku þjóðarinnar. Verkið finnst mér sambærilegt við stórvirki Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings; Sveppabókina og Lagarfljótsbókina, þýðingu Íslendingasagnanna og verka Laxness á þýsku vegna bókaráðstefnunnar í Frankfurt í ár, útgáfu greindarprófa Wechslers á Íslandi, Íslensku orðabókina o.þ.h.
Til hamingju með gott framtak!"

Már Viðar Másson, sálfræðingur

 

"Þessi litla handbók er gulls í gildi. Hef verið að kynna mér hana, hér á netinu. Hægt að segja, að ný uppgötvun og öðruvísi sýn á manni sjálfum úti í lífinu, og að halda áfram að laga sig og vera ég sjálf og lifa lífinu, nákvæmlega eins og ég vil hafa það, er lífsins þrautarinnar virði. Mæli með þessari leiðsögn."

Birna

Finndu okkur á Facebook Senda á Facebook Senda á Facebook