Hvar er hægt að kaupa bækurnar ?
HAM bókina er hægt að kaupa í Bóksölu stúdenta og hún á líka að vera til í Eymundsson. Það má líka panta hana héðan frá Reykjalundi, en þá bætist sendingarkostnaður við. Sjá nánar: www.ham.reykjalundur.is/forsida
Hvernig er best að vísa í bókina í heimildaskrá?
Það fer eftir því hvaða heimildaskráningarkerfi eru notuð en skv. APA kerfinu er það:
Inga Hrefna Jónsdóttir, Rósa María Guðmundsdóttir, Vera Siemsen og Þórunn Gunnarsdóttir (2017) (Ritstj.). HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð (8. útgáfa). Mosfellsbær: Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð. www.ham.reykjalundur.is
Hvar er hægt að smella á til að heyra upplestur?
Það á að vera hægt að smella á hnapp efst á hverri síðu sem heitir Láttu lesa fyrir þig en sumir lenda í vandræðum vegna þess að vafrinn eins og Internet Explorer 8 birtir þetta ekki. Þú gætir prófað að opna síðuna í öðrum vafra t.d. Firefox en það er hægt að hlaða hann niður ókeypis á netinu og undir fyrirsögninni á merkið að birtast Láttu lesa fyrir þig.
Er hægt fá alla bókina á hljóðdiski/hljóðskrá?
Já, það er hægt að hlaða niður allri bókinni með einni hljóðskrá sem er staðsett strax á eftir 12. kafla undir flipanum Meðferðarhandbók og heitir Hljóðskrá. Þar eru leiðbeiningar um hvernig er best að hlaða skránni niður.
Get ég prentað út alla bókina?
Nei, það er ekki hægt. Þú getur auðveldlega prentað út öll verkefnablöðin eftir þörfum en textann er ekki hægt að prenta út.
Kostar aðgangurinn að vefnum eitthvað?
Nei, aðgangurinn að vefnum er ókeypis. Bókin sjálf (prentuð) er hins vegar til sölu á Reykjalundi og í bóksölum. Einnig er hægt að panta bókina hér á vefnum (forsíða) og fá hana senda. Það er hægt að panta bara textabókina, bara verkefnaheftið eða bæði saman.