Á Reykjalundi er hugræn atferlismeðferð aðallega notuð við þunglyndi, kvíða, langvinnum verkjum og offituvanda. Einnig er þessi nálgun notuð til að takast á við áföll, s.s. í kjölfar langvarandi sjúkdóma eða slysa auk ýmiskonar samskiptavanda.

Þessi meðferðarhandbók kom fyrst út árið 2002 og hefur verið endurskoðuð reglulega, en geðteymi Reykjalundar hefur staðið á bak við þróun hennar. Í ritstjórn frá 2002 til 2008 voru Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur, Pétur Hauksson geðlæknir, Sylvía Ingibergsdóttir hjúkrunarfræðingur og Þórunn Gunnarsdóttir iðjuþjálfi. Í undirbúningshópi voru auk ritstjórnar Ingibjörg Flygenring félagsráðgjafi, Elísa Arnar Ólafsdóttir iðjuþjálfi og hjúkrunarfræðingarnir Anna Kristín Þorsteinsdóttir, Gréta Berg, Helga Hinriksdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Rósa Friðriksdóttir og Rósa María Guðmundsdóttir. Pétur Tyrfingsson sálfræðingur gaf góðfúslegt leyfi til að nota efni og verkefni sem hann þróaði í tengslum við cand.psych. lokaverkefni sitt árið 2001.

Geðteyminu fannst mikilvægt að bókin gæti nýst sem flestum, að hún væri einnig aðgengileg einstaklingum með námsörðugleika eða þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér t.d. vegna þunglyndis og kvíða. Því var tekin sú ákvörðun að hafa hana einnig á tölvutæku formi og hljóðdiski. Leitað var styrkja í það verkefni og studdi Oddfellowstúkan Þormóður goði verkefnið frá janúar 2009.

Skipuð var ný ritsjórn sem í voru Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur, Þórunn Gunnarsdóttir iðjuþjálfi og hjúkrunarfræðingarnir Rósa María Guðmundsdóttir og Vera Siemsen. Í stýrihópi verkefnisins voru Helga Hinriksdóttir hjúkrunarfræðingur, Valgerður Baldursdóttir geðlæknir og Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur sem einnig var ritstjóri bókarinnar.

Leitað var tilboða í netútgáfu og var samið við Atómstöðina um uppsetningu vefsins. Tengiliðir voru Sigurður G. Sigurðsson, Kristrún Anna Konráðsdóttir og Ólafur Borgþórsson. Edda V. Sigurðardóttir hjá PORTI hönnun sá um hönnunarráðgjöf og uppsetningu textabókar. Geðteymið allt kom að yfirlestri bókarinnar með það í huga að textinn væri áheyrilegur.

Í geðteyminu voru á þessum tíma sjúkraþjálfararnir Arnbjörg Guðmundsdóttir, Kristbjörg Helgadóttir og Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingarnir Anna Kristín Þorsteinsdóttir, Helga Hinriksdóttir, Jóhanna Steingrímsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Rósa María Guðmundsdóttir og Vera Siemsen, iðjuþjálfarnir Rakel Björk Gunnarsdóttir og Þórunn Gunnarsdóttir, læknarnir Hrafnkell Óskarsson og Valgerður Baldursdóttir, Ágúst Már Jónsson heilsuþjálfari, Ingibjörg Flygenring félagsráðgjafi, Erla Hafdís Theódórsdóttir ritari og Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur.

Auk þess lásu Ólöf Guðfinna Siemsen íslenskukennari, Guðmundur Ómar Óskarsson kennari, Drífa Harðardóttir sálfræðingur, Anna Njálsdóttir cand.psych. nemi og Valgerður Baldursdóttir geðlæknir, bókina yfir og komu með gagnlegar athugasemdir.

Helgi Kristjónsson fjármálastjóri Reykjalundar veitti stuðning og fjármálaráðgjöf. Aðrir í framkvæmdastjórn Reykjalundar sýndu verkefninu velvild og veittu ritstjórn og stýrihópi hvatningu.

Öllum þessum aðilum færum við okkar bestu þakkir fyrir þeirra framlag, hvatningu og stuðning. Síðast en ekki síst, þökkum við öllum þeim fjölda sjúklinga sem hafa tekið þátt í meðferðinni og komið með gagnlegar athugasemdir.

f.h. ritstjórnar

Inga Hrefna Jónsdóttir