Reykjalundur

 

 

Hér á eftir koma nokkur dæmi um mótrökMótrök: Rök á móti, t.d. neikvæðum hugsunum. og skynsamleg svör við sjálfvirkum neikvæðum hugsunum.

 

DÆMI

 

  Sjálfvirk neikvæð hugsun:
Þegar ég hitti Pétur á götu um daginn brosti hann ekki til mín.
Ég hlýt að hafa gert eitthvað sem móðgaði hann.

Skynsamlegt svar:
Það er rétt að hann brosti ekki til mín, en ég hef enga ástæðu til
að halda að hann sé móðgaður. Líklega hefur þetta ekkert með
mig að gera. Kannski var hann stressaður og í þungum þönkum
yfir einhverju.