Reykjalundur

 

 

Hvaða máli skiptir eitthvert tiltekið atvik fyrir þig og líf þitt? Hvernig kemur þú til með að hugsa um það eftir viku, eftir mánuð, ár eða áratug? Kemur einhver annar en þú til með að muna hvað gerðist? Munt þú varðveita það í minningunni? Þó þú munir vel eftir atvikinu, telur þú að þér muni líða eins yfir því þegar tíminn líður? Varla.

 

DÆMI

 

  Sjálfvirk neikvæð hugsun:
Ég gerði mig að algjöru fífli í gær. Ég get aldrei horfst í augu
við þau framar.

Skynsamlegt svar:
Ekki gera úlfalda úr mýflugu. Flestir tóku ekki eftir neinu.
Ég býst ekki við að nokkur hafi verið að hugsa um þetta því
aðrir eiga nóg með sig. Ef þetta hefði gerst áður en ég varð
þunglyndur hefði ég hlegið að þessu. Þetta er í raun efni í
ágæta gamansögu.