Þeir sem eru þunglyndir líta oft á erfiðleika sína þeim augum að erfiðleikarnir merki að þeir sjálfir séu einskis virði sem manneskjur. Ert þú að fella einhvern slíkan sleggjudóm? Þú ert lifandi manneskja samsett úr þúsundum hugsana, tilfinninga og
aðgerða. Það er ekki sanngjarnt af þér að dæma þig eftir einni slíkri hugsun, tilfinningu eða aðgerð. Þetta á sérstaklega við ef
þú ert þunglyndur. Þá ertu hlutdrægur og hefur tilhneigingu til að taka frekar eftir veikleikum þínum og göllum og líta framhjá
kostum þínum og styrkleikum.
DÆMI
Sjálfvirk neikvæð hugsun: Ég var svo pirruð út í börnin í morgun. Ég er slæm móðir og vond manneskja. Skynsamlegt svar: Sú staðreynd að á vissum degi, á tilteknum tíma og við ákveðnar aðstæður hafi ég verið pirruð þýðir ekki að ég sé slæm móðir eða vond manneskja. Það er alls ekki sanngjarnt að gera ráð fyrir að vera aldrei pirraður. Með því að rífa mig niður er ég ekki að hjálpa mér við að vera góð við krakkana þegar þau koma heim úr skólanum. |