Reykjalundur

 

 

Hvers vegna er ég eins og ég er? Hver er eiginlega tilgangur lífsins? Hvernig get ég bætt fyrir fortíðina? Hvers vegna er þetta
alltaf að koma fyrir mig? Hvers vegna er lífið svona ósanngjarnt? Allt eru þetta spurningar sem engin leið er að svara. Að velta sér upp úr þessum spurningum er örugg leið til að koma sér í þungt skap. Ef þú getur breytt þeim í spurningar sem hægt er að svara, er það strax skárra. Ef það er ekki hægt, er ekki ráðlegt að eyða tíma í þær. Beindu hugsunum þínum frekar að einhverju sem er uppbyggilegra.

 

DÆMI

 

  Sjálfvirk neikvæð hugsun:
Hvenær verð ég orðinn góður þannig að mér líði vel?

Skynsamlegt svar:
Þessu get ég ekki svarað. Að stagast á þessu gerir mig bara
áhyggjufullan og niðurdreginn. Nær er að nýta tímann í að finna
út hvað ég get gert til að hjálpa sjálfum mér til að komast yfir
þunglyndið eins fljótt og hægt er.