Þegar eitthvað fer úrskeiðis trúir þunglynt fólk því oft að það eigi sök á atburðarásinni eða hún snúist persónulega um það.
Oftast er það þó þannig að við höfum ekkert haft með atburðina að gera.
DÆMI
Sjálfvirk neikvæð hugsun: Siggu líkar alls ekki vel við mig. Annars hefði hún ekki verið með þessi ónot. Skynsamlegt svar: Ég er ekki sá eini sem Sigga er ónotaleg við. Hún er alltaf tæp þegar hlutirnir ganga ekki vel og hún „urrar“ á alla sem eru í kring. Ég hef séð það og heyrt. Hún kemst yfir þetta og biðst kannski afsökunar. |