Er það sem er að gerast í hinum stóra heimi að ala á þunglyndi þínu? Segir þú sjálfum þér að lífið sé ekki sanngjarnt og
fólk bannsettir ruddar? Það er vissulega sorglegt að ærin þjáning fyrirfinnst í veröldinni en í þunglyndi er tilhneiging til að taka
ástandið í heiminum nærri sér og mikilvægt að vera meðvitaður um það.
DÆMI
Sjálfvirk neikvæð hugsun: Þessi sjónvarpsþáttur um stöðu og aðstæður aldraðra var óþægilegur. Lífið er grimmt. Það er ekki sanngjarnt. Skynsamlegt svar: Hlutirnir eru eins og þeir eru. Að leggjast í depurð bætir ekki úr skák. Hvernig væri að heilsa upp á einhvern eldriborgara? Það er nokkuð sem ég get gert. |