Svartsýni eða bölsýni á möguleikana á að breyta hlutum er einkennandi í þunglyndi. Svartsýnin hvetur þig til að leggja árar í bát áður en þú byrjar að reyna. En þú getur ekki vitað fyrirfram að engin lausn sé til á vanda þínum fyrr en þú reynir allar tiltækar leiðir. Hjálpar hugsunarháttur þinn þér við að greiða úr vandamálum? Eða veldur hann því að þú hafnar mögulegum lausnum án þess að gefa þeim raunverulegt tækifæri?
DÆMI
Sjálfvirk neikvæð hugsun: Þetta gengur ekki. Ég mun aldrei ráða við þetta. Skynsamlegt svar: Ef ég segi sjálfum mér þetta þá mun ég auðvitað ekki ráða við það. Ég get sest niður og lagt niður fyrir mér hvað ég þarf að gera, skref fyrir skref. Þó lausnir mínar á vandamálunum hafi ekki gengið upp áður, er ekki þar með sagt að þær geti ekki gert það núna. Ég get fundið út hvað fór úrskeiðis og hvernig ég get bætt úr því. |