Hefur þú gengið í gildru „allt-eða-ekkert“ hugsunarháttar? Flest er afstætt. Fólk er til að mynda sjaldnast algott eða alslæmt. Það er einhvers konar blanda af þessu tvennu. Beitir þú svona svart-hvítri hugsun á sjálfan þig? Reyndu að hugsa í lit.
DÆMI
Sjálfvirk neikvæð hugsun: Þetta gerði ég illa. Eins gott fyrir mig að vera ekkert að þessu. Skynsamlegt svar: Staðreyndin er að ég gerði þetta ekki eins vel og mig langaði til. Það þýðir ekki að þetta hafi verið alveg ónýtt. Ég get ekki búist við því að gera allt 100% rétt og vel. Ef ég geri ráð fyrir því verð ég aldrei ánægður með neitt sem ég geri. |