Flestir þurfa að æfa sig heilmikið í því að endurmeta og svara neikvæðum hugsunum sem valda vanlíðan og vandræðum. Yfirleitt er þetta ekki hægt nema nota blað og blýant í byrjun. Þegar við erum orðin fær í þessari iðju, getum við með tímanum gert þetta í huganum.
DÆMI
Stutt lýsing á aðstæðum. Hvað varstu að gera þegar þér fór að líða illa? Hverju tókstu eftir? Skrifaðu einungis aðalatriðin niður. Dæmi: Lá í rúminu og hugsaði. Fann fyrir vanlíðan. |
Sjálfvirkar neikvæðar hugsanir |
Tilfinningar Hvaða líðan eða tilfinningar upplifðir þú og hversu sterkar voru þær? Fannstu til dæmis fyrir leiða, depurð, kvíða eða reiði? Hversu sterk var tilfinningin á kvarðanum 0 til 10? Dæmi: Kvíði (6), leiði (9), tilgangsleysi (8). |
Hegðun |
Mótrök og skynsamleg svör Skrifaðu niður skynsamleg rök gegn sérhverri neikvæðri hugsun sem kemur upp í hugann. Ef þú kemur auga á „hugsanaskekkju“ getur þú gefið henni nafn. Um leið og þú getur greint hvað það er sem veldur vanlíðaninni, getur þú skoðað hvort það er eitthvað sem styður neikvæðu hugsunina. Er til dæmis eitthvað sem bendir til að dagurinn verði ömurlegur? Síðan er mikilvægt að takast á við þær hugsanir sem búa að baki vanlíðaninni með því að finna mótrök og skynsamlegri svör. Hvað myndir þú segja við besta vin þinn ef hann væri í þessum aðstæðum? Dæmi: Kannski verður dagurinn ágætur. Mér líður yfirleitt betur þegar ég hef verið á fótum í einhvern tíma. Sigga ætlar að kíkja í heimsókn seinnipartinn. |
Niðurstaða Eftir að hafa farið í gegnum mótrökin getur þú skoðað og endurmetið eftirfarandi atriði. 1. Hversu mikið trúir þú neikvæðu hugsuninni núna (0-100%)? 2. Hvernig líður þér? Skrifaðu tilfinningar og styrk (0-10). 3. Hvað getur þú gert núna? Dæmi: 1. Trúi því 20% að dagurinn verði ömurlegur. 2. Minni kvíði (2) og leiði (3) og minna tilgangsleysi (2), aukin eftirvænting (7) og ánægja (3). 3. Dríf mig á fætur. |
VERKEFNI
Verkefnin er yfirleitt hægt að fylla út og prenta, en EKKI að vista.
Til að vista útfyllt eyðublöð þarf að vera með nýjustu útgáfu af Foxit Reader.