Vertu sérstaklega á varðbergi gagnvart orðum eins og alltaf, aldrei, allir, enginn, allt og ekkert. Líklegast er að ástandið sé langt frá því að vera eins klippt og skorið eins og þessi orð gefa til kynna. Oftast á betur við: stundum, sumir og sumt.
DÆMI
Sjálfvirk neikvæð hugsun: Alltaf gengur allt á afturfótunum hjá mér. Skynsamlegt svar: Hvaða „allt“? Þetta eru ýkjur. Sumt gengur illa hjá mér eins og hjá öðrum og annað gengur vel og allt þar á milli. Hvenær „alltaf“? Stundum gengur illa hjá mér, kannski oft með sum verkefni, –alveg eins og hjá öllum öðrum. Aðra daga gengur sæmilega eða vel. |