Þunglynt fólk hugsar oft á þann veg að fari eitthvað úrskeiðis muni hörmungar örugglega fylgja í kjölfarið. Ef dagurinn byrjar
t.d. illa getur hann bara versnað. Svona hugmyndir eru stundum spádómar sem rætast fyrir eigið afl. En hve líklegt er að það sem þú býst við muni gerast? Og hvað getur þú gert til að hafa áhrif á framvindu mála?
DÆMI
Sjálfvirk neikvæð hugsun: Ég náði ekki að ljúka öllum verkefnum í vinnunni í dag. Ég verð ábyggilega rekinn. Skynsamlegt svar: Hvenær var einhverjum sagt upp í þessu fyrirtæki vegna þess að hann hafði ekki tíma til að ljúka verki? Það er fullkomlega eðlilegt að ná ekki að klára á tilsettum tíma þegar við vinnum öll hér undir slíku álagi. Ef yfirmaðurinn gerir athugasemdir get ég útskýrt stöðuna fyrir honum. |