Einblínir þú til dæmis á allt það sem hefur farið úrskeiðis yfir daginn og gleymir og afskrifar annað sem þér hefur tekist og þú
hefur haft ánægju af?
DÆMI
Sjálfvirk neikvæð hugsun: Þetta var alveg hræðilegur dagur. Skynsamlegt svar: Bíddu nú við. Ég var of seinn á fund og var ósammála dóttur minni, en vinnan gekk yfirleitt vel í dag og ég hafði gaman af bíómyndinni sem ég sá í kvöld. Þegar á allt er litið var þetta sem sagt ekki slæmur dagur. Að muna bara eftir slæmu hlutunum er hluti af þunglyndinu. Gættu þín á því. |