Ef þú þjáist af þunglyndi þá ertu ekki einn um það. Áætlað er að yfir 300 milljónir manna í heiminum glími við þunglyndi. Þunglyndi er sem sagt mjög algengt og gera má ráð fyrir að allt að því fjórða hver kona (10-25%) og áttundi hver karlmaður (5-12%) þjáist af þunglyndi einhvern tímann á ævinni. Þunglyndi er það algengt að farið er að tala um það sem „kvef geðlæknisfræðinnar“.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landlæknisembættisins þjást 12-15 þúsund manns á Íslandi af þunglyndi á hverjum tíma. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að við höfum náð langt síðustu áratugina í að skilja og meðhöndla þunglyndi meðal annars með hugrænni atferlismeðferð.

 

  „Ekki eru það atburðir sem áhyggjum valda, heldur horf manna við þeim“

—Epictetus, 55 - 135 e.Kr.
(þýð. Vilhjálmur Árnason)