Við getum breytt ýmsu til að bæta líðan okkar. Oft gerum við hlutina af gömlum vana eða vegna þess að við erum hrædd við breytingar. Stundum getum við ekki breytt neinu í umhverfinu en við getum breytt viðhorfi okkar. Eins og áður hefur komið fram hafa hugsanir áhrif á líðan og við getum haft áhrif á hvernig við hugsum.

 

  Hugsaðu í lausnum, ekki hindrunum!