Þeir sem eru þunglyndir geta verið sannfærðir um að þeir séu einskis nýtir og gersamlega ófærir um að ná árangri í lífinu þrátt fyrir að staðreyndirnar tali öðru máli. Ástæðan fyrir þessari þversögn er að þunglyndum hættir til að túlka og meta sjálfa sig, reynslu sína og framtíðarhorfur á óraunsæjan og órökréttan hátt. Þessar bjaganirBjagaðar hugsanir: Órökréttar eða skekktar hugsanir. Hugsanaskekkjur. köllum við hugsanaskekkjurHugsanaskekkjur: Órökréttar eða skekktar hugsanir. Bjagaðar hugsanir.. Þunglyndishugsanir snúast einkum um þrennt. Í fyrsta lagi eru það bjagaðar og neikvæðar hugsanir um okkur sjálf. Þunglyndir dæma sjálfa sig oft á tíðum hart og þykir lítið til sín koma. Dæmi um þetta er t.d. þegar brugðist er við ábendingu eða athugasemd frá yfirmanni í vinnunni með hugsunum eins og:

 

DÆMI

„Ég er algjör klaufi.“
„Hvernig gat ég gert þessa vitleysu?“
„Ég er handónýtur starfsmaður.“

Í öðru lagi höfum við bjagaðar og neikvæðar hugsanir um annað fólk, umhverfið og lífið. Í dæminu hér að framan gæti hugsunin verið:

„Yfirmanninum finnst ég ábyggilega vera lélegur starfskraftur.“

Í þriðja lagi eru svo bjagaðar og neikvæðar hugsanir um framtíðarhorfur. Ef við höldum áfram með dæmið sem við tókum gæti þessi hugsun verið:

„Ég verð ábyggilega rekinn.“
„Ég get aldrei fengið almennilega vinnu.“